Thursday, September 8, 2011

Ekvador og skólinn!



Quito í bakgrunn


Ég er byrjuð í skólanum. Ég ætla að taka myndavélina með einn daginn og sýna ykkur myndir. Skólinn er mjög afslappaður. Fyrstu 2 dagarnir gerðum við nákvæmlega ekki neitt! Horfðum á sjónvarpið og spiluðum í kennslustofunni, kennaralaus. Í dag var fyrsti dagurinn sem var einhver kennsla, þrátt fyrir það var hún ekki mikil. Ensku kennarin er verri en ég í ensku! Krakkarnir eru mjög indælir. Reyna mikið að tala við okkur skiptinemana og eru mjög forvitin og óhrædd við að spurja. Þeim finnst ekkert skrýtið að standa 5 saman í kring um borðið mitt og skoða hvað ég er að gera, þrátt fyrir að ég geti ekki haft mikið samskipti við þau. En mér lýst bara vel á þetta og hlakka til að sjá hvernig þetta verður allt saman :D Og eitt í lokin um skólann: Það er engin klósettpappír á klósettunum!

Hér eru nokkrar myndir af húsinu:

Húsið

Bakgarðurinn

Húsið við hliðin á mínu, smá munur á þessum tveim húsum.

Rúmið mitt!

Og skrifborðið mitt.


Ekvador:

Umferðin er klikkuð hérna. Fólk heldur að það geti allt og eigi allt ef það er á bíl. Fótgangandi vegfarendur eiga engan rétt, ekki einu sinni á göngubraut. 

Það er alltaf fullt af fólki, konur, karlar, börn og gamalmenni að selja ýmislegt á götum úti og á milli bíla. Mat, ávexti, leikföng og fjarstýringar!

Það notar engin bílbelti! og oftar en ekki eru ekki bílbelti í bílunum. Það að það séu 5 sæti í bíl þýðir ekki að það komist ekki fleirri fyrir í bílinn er lögmál hérna. Við erum alltaf 6 í 5 manna bíl. Hjá hinni fjölskyldunni vorum við einu sinni 12 manns og ungabarn í 7 manna bíl.

Þau borða popp (poppað í örbylgju eða potti) út í súpur! Mjög gott!

Aðal máltíðin er um 2 leytið og það er aðeins borðað snarl í kvöldmat. 

Það eru alltaf trilljón starfsmenn allstaðar. Ég fór í bíó og það voru 12 manns að vinna í sjoppunni (það voru 4 kassar).

Laun kennara hér er 300 dollarar. Sem er tæplega 35.000 krónur.

1 L af bjór og hamborgari = 2 dollarar! En allt innflutt er dýrt hér, t.d sjampó og sólarvörn. 

Börnin hérna eru mestu krúttin. 

Það verður alltaf dimmt á slaginu hálf 7. 

Sjúklega mikil stéttarskipting. í sömu götu getur verið hvorttveggja risa stór hús og mjög fátækleg hús.
Það líta allir eins út hérna. Það eru engir innflytjendur og lítið af túristum að mér finnst. Það er mikið horft á mig á götunni.

Fólk heilsast með því að kyssa hvort annað á kynninga, nema karl og karl, þeir takast í hendur. Ég er alltaf að fá koss á kinnina!

Allir kunna að dansa hérna! Strákar og stelpur, gamalt fólk og ungt fólk! 

Sunnudagur er fjölskyldudagur. Á sunnudaginn fórum við fjölskyldan út að borða sjávarréttasúpu (í morgunmat!) , röltum um Quito og horfðum a mynd um kvöldið.

....og svo miklu meira


Ég, Stefy og vinkonur hennar

Valle de los chillos 



No comments:

Post a Comment