Nú er ég komin til host fjölskyldunar minnar. Þau sóttu mig á sunnudaginn. Þau eru mjög indæl. Ég fékk blóm og köku og svo var myndatöku með fjölskyldunni.
Fjölskyldan samanstandur af: Mömmu (Fanny), Pabba (Agusto), Stefy (18 ára), Roberto (12 ára) og victor (5 ára)
Það talar engin ensku nema Stefy, sem er hvetjandi fyrir spænskulærdóminn. Stefy er virkilega vinaleg. Eiginlega of vinaleg. Hún bauð mér meira að segja að við gætum deilt herberginu hennar ef mér litist ekki á mitt! Minnsti strákurinn er algjör dúlla og talar endalaust við mig, á spænsku auðvitað, og ég kinka bara kolli, nema þegar hann segir mér að segja nei.
Ferðalagið var mjög skemmtilegt og við íslensku krakkarnir orðnir góðir vinir. Við flugum til New york og gistum þar eina nótt. Þar byrjaði menningarsjokkið. Ætluðum að rölta og fá okkur að borða, en það er víst ekki auðvelt að rölta í iðnaðarhverfi í New York. Bílarnir keyrðu sjúklega hratt og umferðaljósin voru skuggalega stutt. En við enduðum á því að borða versta hamborga sem ég hef smakkað. Eftir 3 tíma svefn flugum við áfram til Miami. Þar biðum við í 6 tíma og siðan var forinni heitið til Quito.
Í Quito var komunámskeið. Á leiðinni þanngað fékk ég annað menningarsjokk. Engin belti og bílstjórinn keyrði eins og brjálæðingur, á móti umferð og alles. Sunnudaginn 21. áttu skiptinemar að fara til host fjölskyldunar sinnar. Fjölskyldan mín var í ferðalagi þannig að ég átti að dvelja hjá einhverjum öðrum. Það endaði með því að ég fór heima með Ingo og Genny. Þau voru að sækja Milan, host sonin sinn en enduðu með að taka 3 skiptinema með heim. Milan, mig og Rio (AFS í Ekvador ekki alveg það besta). Ingo er rúmlega 2 metra þjóðverji (felstir Ekvadorar ná varla 1,50!) og Genny er Ekvadori. Þau eiga 3 stelpur og svo vinnur hjá þeim ungt fólk sem ferðast um s-Ameríku og vinnur á bóndabænum. Þau eiga lítin lífrænan bóndabæ. Rækta grænmeti og selja kjöt.
Skólinn byrjar ekki fyrr en 5.september. Svo ég er búin að vera í fríi. Hjá Ingo og Genny upplifði ég margt. Á fyrsta degi eignaðist ein geitin afkvæmi. Það var mjög skemmtileg upplifun að sjá tvær litlar geitur fæðast og ekki svo langt eftir fæðinguna stóðu þær á fætur og leituðu af spennanum. Allir voru samankomnir að horfa á. Svo hjálpaði ég Igno að búa til lítið hús fyrir þær. Einnig fór ég á nokkra markaði þar sem allt er selt. Dýr, matur, föt og ýmis dót. Ég smakkaði allskonar mat og góðgæti frá Ekvador á mörkuðunum. Svo ekki sé minnst á ávextina og ávaxtasafana! mmmm.
Á einum markaðinum keyfti Ingo kálf, á 35 dollara. Það er sjúkt! Kálfur á 4000 kall. Ég fór eining í skoðunarferð til Quito. Fór á 2 söfn með um listamanninn Guayasamin og rölti um borgina. Vikrilega skemmtilegur dagur. Á samt eftir að sjá gamla hlutann af borgini, hann er sagður mjög fallegur.
Eitt kvöldið eldaði ég plokkfisk fyrir mannskapinn. Hann heppnaðist mjög vel. Nema það vandaði rúgbrauðið... Maturinn er mjög þungur og feitur almennt hérna í Ekvador... og það er borðað soldið mikið af brauði. En ég fæ mér bara einhvern gómsætan ávöxt í staðin, því það er nóg af þeim.
Hér eru allir eins, og það er mikið horft á mann á götunni ef maður er öðruvísi. Síðasta kvöldið mitt hjá Ingo og Genny röltum við öll í miðbæ Tombaco að fá okkur ís. Sem gerði okkur af 2 metra háum þjóðverja, Ekvadora, sem lítur út fyrir að vera Frakki, 2 blandaðar litlar stelpur, íslending, belga, japana, svertinga, konu frá Costa Rika, mexíkana og englending. Bókstaflega allir sem sáu okkur við störðu á okkur, skrítnu “fjölskylduna”. Það var mjög fyndið.
Í dag er ég búin að taka upp úr töskunni og koma mér mjög vel fyrir í nýja herberginu. herbergið er mjög passlegt og það er sér baðherbergi!! (sem er jafn stórt og baðherbergið á Sogaveginum, sem við notuðum 5). Um eftirmiðdaginn fór ég með Stefy í danstíma, það var ótrúlega gaman og ætla ég að halda því eitthvað áfram.
![]() |
mmmm ávextir |
Verið að huga að ný fæddu geitunum |
Fjölskyldan (vantar pabban) og ég brunninn í framan og með lokuð augun :D |
Markaður |
![]() |
Cotapaxi |
Chao!
Jana
Elsku Jana. Gott að heyra að þér líður vel og að fjölskyldan sé fín. Kann að meta bloggið svo þú mátt endilega halda því áfram...kryddar kalda veturinn sem framundan er á fróninu.
ReplyDeleteKnús
gaman!
ReplyDeletegott að heyra að þér líður vel snúlla, og vel gert að nenna að blogga!
-diljá
Hæ Jana, frábært blog hjá þér!
ReplyDeleteVertu duglega að skrifa og leyfðu okkur að fylgjast með þér.
Við söknum þín og biðjum að heilsa
Kveðja Olla, Geiri og börn
Þetta er frábært!! hlakka til að lesa meirameir.
ReplyDeleteer þetta mynd af þér með endanlegri fjölskyldu þinni ?
<3 Hjördís
elsku jana, rosa gaman að lesa!
ReplyDeletefrábært að þú hefur það gott.
skemmtilegar myndir líka!
<3<3<3
júlía
Tenga un buen día. y buena diversión "google translate"
ReplyDeleteKveðja Óðinn
Elsku Jana, gaman að heyra frá þér, er búin að tékka á blogginu síðan þú fórst. Gott að þér líður vel og það var tekið vel á móti þér.
ReplyDeleteGaman að sjá allar myndirnar frá þér. Hafðu það gott.
Kveðja amma og afi (Selfossi)
Gaman að heyra að allt hafi gengið vel og gott að þú sért komin til fjölskyldunar.
ReplyDeleteSkemmtilegt blogg hjá þér! og vonast eftir að sjá þig bráðlega :D