Tuesday, September 20, 2011


Lífið síðustu 2 vikur
Ég fór ekki í skólann í dag. Mér var svo hrikalega illt í maganum í nótt. Maturinn hérna er ekki alveg sá hollasti. En mér líður vel núna. Ekki það a það skipti neinu máli hvort að ég mæti í skólann. Ég skil ekki neitt haha. En það er mjög gaman í skólanum og allir krakkarnir eru mjög næs! (Nema reyndar nokkrir strákar í bekknum, sem hafa virkilega gaman af því að ég geti ekki skilið þá og eru alltaf að spurja mig hvort ég vilji giftast þeim eða eitthvað álíka). 

Um síðustu helgi fór ég með host mömmu minni og bræðrum í sunnudagsferð til Quito. Við fórum í garð sem er staðsettur í S-Quito (eldri, fallegri og fátækari hlutinn). Við tókum hjól með á pallinn og hjóluðum um garðinn og götu sem er alltaf lokuð fyrir bílaumferð á sunnudögum og þá er fullt að fólki að hjóla hana og sumir að skokka. Mér fannst virkilega gaman að hjóla í sólinni.

Afmælisdagurinn minn var mjög góður. Ég bakaði bananaköku með súkkulaði daginn áður (besta kaka sem ég haf bakað, er mjög stolt af henni!) og tók hluta með mér í skólann. Krakkarnir í bekknum voru búnir að skipuleggja óvænta afmælisveislu í bekknum! Soldið mikið en þrátt fyrir það mjög gaman og krúttlegt :) Um kvöldið borðaði ég hinn hlutann af kökkuni með host fjölskyldunni og talaði við fjölskylduna heima og Arnar á skype. 

Bekkurinn og veislan! Ég er búin að vera með lokuð augun á nánast öllum myndum síðan  ég kom hingað.... Við erum 4 skiptinemar í bekknum. Einn frá bandaríkjunm, ein frá Sviss og 2 frá Íslandi.

Afmælisbarn.

Lang skásti skólabúningurinn. Bíðið bara eftir að sjá íþróttagallan og mánudagsfötin!

Útsýnið úr skólastofunni. (Ef þið smellið á myndirnar, verða þær stærri)

Besta kakan! 

Um helgina voru AFS búðir. Þetta var námskeið fyrir krakkana í Quito og Esmeraldas. Svo við allir íslensku krakkarnir nema Stefanía vorum saman. Esmaraldas er við ströndina og allt öðruvísi en Qutio, heitt, meira fátækt og mun dekkra fólk. Margrét (ein af íslensku skiptinemunum) býr þar. Mig langar mjög mikið þangað einhverntímann!  Búðirnar voru í Ibarra, sem er í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Quito. Ég bjóst við búðum, svipuðum þeim sem við vorum í á fyrsta námskeiðinu. Lokuð inn á svæði í skítugum kofum. En nei við vorum á þessu fínasta hóteli, með sundlaug, rækt, casino, íþróttavöllum og frábærum mat! Það var mjög gaman á námskeiðinu og við krakkarnir kynntumst vel og mikið var brallað. Ég hlakka til á næsta námskeiði, en það er í janúar.

Arnar, Sigrún, Lucas og ég að borða á hótelinu fyrsta kvöldið á námskeiðinu. 

Í gær fór í í danstímann sem ég fer alltaf í á mánudögum og þriðjudögum. Danstíminn er 2 klukkutímar. Fyrsti klukkutíminn fer í ýmsar æfingar, ballet eða ýmsar rútinur (ég sökka í þessum rútinum) og seinni tíminn er tangó. Ég elska að dansa tangó! Ég kem alltaf brosandi allan hringinn út úr þessum tímum. Og ég er búin að fara mikið fram síðan ég byrjaði.





Vangaveltur um menningarmun á Ekvador og Íslandi
Ég hef einnig aldrei verið eins þakklátt fyrir alla þá mentunn sem ég hef hlotið og að allir í þeim samfélögum sem ég hef áður búið í hafa tækifæri á að njóta þeirra sömu menntunar. Hér eru það bara krakkar sem eiga ríka foreldra sem hljóta góða menntun. Systkinin mín hér eru öll í góðum skólum. Stelpan er á IB braut. Það er líka hægt að taka þessa braut í MH, þetta er alþjóðabraut kennt á ensku. Margir krakkarnir sem eru með henni í skóla eru mjög ríkir, eiga sundlaug og einkabílstjóra, haha og eru lang felst að skoða háksóla í bandaríkjunum. Hún var að lesa fyrir mig hvað skólarnir kosta sem hún er að pæla í, ég skil ekki einu sinni þessar upphæðir í dollurum. Minnsti strákurinn er 6 ára. Hann er að læra ensku og frönsku. En svona heppin eru ekki mörg börn hér. Í bekknum mínum kann ein stelpa eitthvað smá í ensku, annars kann enginn varla orð í neinu tungumáli nema spænsku. Það er ekki ekki ennþá búin að vera enskutími, þótt að það standi á stundatöflunni, þá mætir enskukennarinn aldrei. í sögu eru þau að læra almennt um Ekvador, loftslag og héruð, það er eitthvað sem ég lærði um ísland þegar ég var 8 ára. Ég hef líka áttað mig á því að í skóla lærir þú ekki bara staðreyndir, þú lærir líka að hugsa. 

Ótrúlegt hvað það skiptir fólki miklu máli hérna hvernig maður er á litin. Það eru mjög miklir fordómar hér! Fólk lítur upp til mín, bara af því að ég er hvít og ekki skemmir fyrir að ég sé með blá augu og svo er litið mjög mikið niður á svart fólk. 

Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því að ég sé kvenkyns. Á íslandi finnur maður litin mun á því hvort kynið maður er, hef aldrei fundið mun á uppeldi míns og Tuma út frá því hvaða kyni við tilheyrum. Hér er það allt annað. Strákar hafa miklu meira frelsi en stelpur, það er líka miklu hættulegra fyrir stelpu að vera ein úti. Kynin líta líka allt öðruvísi á hvort annað hér en heima. Það er ekki borið mikla virðingu fyrir samböndum og finnst mikið um framhjáhald. Samband host foreldra minna er voðalega líkt því sem ég er vön en ég hef heyrt ýmsar skrýtnar sögur frá öðrum skiptinemum um hvernig samband host foreldra þeirra vikra. Ég hef oftar en einu sinni lent í því að strákur segi mér að hann eigi ekki kærustu (eftir að ég er búin að segja honum að ég eigi kærasta) svo á hann bara kærustu til margra ára jafnvel. Það spurja allir hvort maður sé á föstu, hef meira að segja lent í því að kennari spyrji mig um það haha. 

Ég er mjög þakklát fyrir frelsið sem ég hef heima á íslandi. Það er allt svo miklu hættulegra hér. Og þau passa mig mjög vel, má aldrei gera neitt ein. Það á samt eftir að skána þegar ég næ betri tökum á spænskunni. Það er ekki hægt a bjarga sig hér á ensku, það kann hana mjög fáir. Ég er samt ekki nógu duglega að æfa mig í spænskunni, það er svo auðvelt að tala ensku við host systir mína og hina skiptinemana, og mér finnst líka fáránlegt að tala ekki íslensku við Arnar Óla (íslenskur skiptinemi, sem er með mér í bekk). En ég ætla að taka mig á!


Vá þetta varð bara langt hjá mér! Ég ætla að láta þetta gott heita. Vona að þið hafið ánægju af því að lesa! Og endilega komenntið. Mjög gaman að lesa komment frá ykkur.



Sjávaréttasúpan sem ég sagði ykkur frá (mamma og pabbi) að við borðuðum einu sinni úti á götu í morgunmat. Mjög gott!
 Kveðja Jana



8 comments:

  1. Alltaf gaman að lesa sætan mín.
    Kann að meta tangóinn, við verðum flottastar í tangóinum þegar þú kemur heim!

    ReplyDelete
  2. FLOTT blogg! söknuður! tek undir með álfheiði, tangó á næsta ári, þú verður að kenna okkur;)

    ReplyDelete
  3. Já svo mikið :D sakna ykkar líka!

    ReplyDelete
  4. Elsku Jana gaman að lesa bloggið þitt,afi hrósar þér fyrir hvað þú skrifir rétt. Yndislegt að þú skulir geta lært að dansa, það er svo gaman að sjá dansaðan tangó. Við sjáum að þú hefur skemmt þér vel á afmælinu þínu, við hugsuðum til þín og reyndum að ná í þig, það var þó svolítið skrítið að sjá þig pikka á tölvuna á Skype og þú vissir ekki að við sáum þig (alveg sama hvað við veifuðum þér haha).Vertu áfram dugleg að skrifa og takk fyrir að skrifa svona langt bréf, það er svo gaman að lesa fréttir frá þér. Við verðum í sambandi, knús og kram, amma og afi Selfossi

    ReplyDelete
  5. Hæ elsku Jana!
    Já við getu verið þakklát fyrir svo margt sem við teljum vera sjálfsagt í okkar lífi, en þú ert að upplifa að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Gaman að lesa svona skemmtilegt blogg fá þér og heyra hvernig þú ert að upplifa dvölina í Ekvador. Það er voða skrýtið að koma í heimsókn í Moso og hitta bara gamla settið og Furu. Hafðu það gott og reyndu að kenna þessum indjánum eitthvað. Saknaðarkveðjur Olla

    ReplyDelete
  6. Halló Jana.

    Gaman að lesa bloggið þit,fylgist með þér Jana mín. Ég hugsa að ég hafi verið senjorita í fyrra lífi,elska sól,spænsku og músíkina og ég tala nú ekki um Tangó, sem mig langar alltaf til að læra.

    Kær kveðja Magga

    ReplyDelete
  7. Hæ Jana Eir!

    Til hamingju með afmælið 13. september.
    Kakan var girnileg í bekkjarafmælinu þínu :)
    Er gaman í skólanum í Ekvador?

    Kveðja Anna Lilja og Lára Ösp

    ReplyDelete
  8. Hæhæ Anna og Lára!

    Gaman að heyra í ykkur! Allar kökur hér eru svona. Stórar, rjómalagaðar og litríkar! Ykkur þætti þær góðar :D en nammið hérna er sko ekki eins gott og það íslenska!

    Það er mjög gaman í skólanum! Allir krakkarnir mjög vingjarnlegir og forvitnir um ísland (þau vita sum ekki hvar Ísland er, margir halda að ég sé frá Írlandi og einn hélt að Ísland væri í Afriku!).

    Knús
    Jana

    ReplyDelete