Þó að íslensk jól séu án efa þau bestu í heimi átti ég mjög góða jólahelgi. Síðustu vikuna fyrir jól var ég með smá jólaheimþrá og veik í þokkabót. En ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt lengi. Það á að njóta þess sem er núna. Jólin skiptir okkur íslendinga svo miklu máli. Við lifum langa myrka daga af við tilhugsunina um jólin. Við eigum meira að segja 13 sinnum fleiri jólasveina en aðrar þjóðir! Hér gegnir jólasveininn engu öðru hlutverki en að auglýsa fyrir coke. Jólalögin á spænsku með salsa ívafi, jólaskraut í bleikum og bláum litum og skóli fram á Þorláksmessa, nákvæmlega ekkert jólalegt. Svo ekki sé minnst á að það er ennþá sumar í mínum huga. Það er ekkert hátiðlekt við sólgleraugu og vörn. En á miðvikudagskvöldið fyrir jól komum við saman öll fjölskyldan og bjuggum til “fundas de caramelos” sem eru nammipokar sem hefð er fyrir að fólk geri og gefi fjölskyldu, vinum og þeim sem minna mega sín. Það var hlustað á jólalög og sett á stað leynivina leik í fjölskyldunni. Þá fattaði ég að það er mjög frekar nett að vera að halda upp á jól í Ekvador með fólki sem veit ekki einu sinni hvernig íslenskir siðir eru. Ég sagði þeim að við borðum venjulega önd heima hjá mér, þau fóru að skellihlægja. Önd hérna kostar 250 krónur og aðeins fátækt fólk borðar önd, og það ekki á jólunum.
Það er eitt sem íslendingar mega taka Ekvadora til fyrirmyndar í sambandi við jólin. Það er ekki til neitt sem heitir jólastress. Um 6 leytið eftir að við vorum öll búin að standa á haus við að elda jólamatinn, áttum við að fara að skipta um föt. Ég fór auðvitað í fallegasta kjólinn sem ég er með. Þegar ég kom fram, voru þau öll í gallabuxum. Við vorum að fara í heimsókn til tio Marío, sem er bróðir papi, töff kall á miðjum aldri, heimspekingur sem vinnur fyrir sameinuðu þjóðirnar, hefur farið allstaðar og hefur nóg frá að segja. Í bílnum á leiðinni segir mamí við okkur, ekkert svo svekkt: æi við náðum ekki að kaupa neinar jólagjafir! Við kaupum þær bara í vikunni... og krakkarnir svara: ohh það var líka þannig í fyrra! Ég er nú nokkuð viss um það að það yrðu einhver uppþot í Mosó ef mamma og pabbi mundu segja við okkur að þau hafðu ekki náð að kaupa neina gjöf á aðfangadagskvöld. Þegar við komum til tío Marío, allt of sein, auðvitað, við erum í ekvador, var hann ekki heima, hann skrapp út í búð. Á meðan röltum við mamí og systir mín aðeins um. Við rákumst á bakarí og keyptum köku fyrir kvöldið. Hjá tío Marío borðuðum við smá snarl og spiluðum með fjölskyldunni hans papi. Um 11 leytið héldum við heim á leið. Það var borðaður ljúffengan mat. Súpa í forrétt og kalkún í aðalrétt (uppskrift sem ég fann, heppnaðist mjög vel!). Daginn eftir fórum við með fjölskyldunni hennar mamí út að borða á stað sem er rétt hjá miðju heimsins. Reyndar var okkur boðið í mat, en þegar við komum voru allir þar búnir að gleyma að við værum að koma í mat svo við enduðum á því að fara út að borða. Um kvöldið horfðum við elstu systkinin á bíómyndir á náttfötunum sprungin eftir allan jólamatinn.
![]() |
Svona markaðir voru á hverju einasta horni fyrir jól, núna eru þeirr fullir af vörum fyrir gamlárskvöld. |
Blogg sem ég póstaði aldrei, frá því um miðjan desember.
Ég er búin að upplifa margt á síðasta mánuði. Mánuður hér hefur aldrei liðið svona hratt eins og þessi, hann bara flaug hjá. Ég fór á Fiestas de Quito, dagsferð til Mindo, brúðkaup í Latagunga og í sunnudagsferð í Amazon.
Fiestas de Quito er afmælishátíð Quito. Líkt og Menningarnótt í Reykjavík. Eini munnurinn er að fiestas de Quito standa yfir í 10 daga ekki 1 dag eins og í Reykjavík. Ég fór í þrjú skipti ásamt fjölskyldunni á Fiestas de Quito. Eitt skiptið tókum við host mamma mín til og skrifuðum niður plan fyrir daginn, miðað við dagskrá hátíðarnar. Þetta kom mér mjög á óvart og algjörlega ekki í takt við neitt sem ég hef upplifað hér, það er aldrei neitt voðalega skipulagt og ég veit nánast aldrei hvert við erum að fara þegar við förum í bíltúr. En ég komast að því að skipuleggja sig hérna vikar bara ekki, allir staðirnir sem við fórum á eftir skipulaginu var ekkert í gangi.. það hefði líklega verið betra að mæta klukkutíma of seint á alla staðina, þá hefðum við séð atburðinn. En það var mjög huggulegt á Fiestas de Quito. Tónlistar- og dansatriði og góður matur.
Út af Fiestas de Quito var frí hjá mörgum í 2 daga. Annan daginn fórum við fjölskyldan til Mindo. Virkilega fallegur staður! Ég og systkinin mín fórum í aparólu, hoppuðum niður í á nokkra metra og í rennibraut með frjálsu fallið niður í ánna. Það varð samt smá misskilningur í rennibrautinni. Maðurinn sem var að leiðbeina sagði mér að stoppa rennibrautina aðeins í byrjun því annar færi hún of hratt, ég misskildi hann og hélt að hann væri að segja að hún færi ekki nógu hratt... þannig að ég ýtti mér áfram, fór mjög hratt og lenti með hausinn á undan niður í vatnið... en það endaði samt ekkert illa.
Eitt laugardagskvöldið fór ég í brúðkaup. Þetta var brúðkaup hjá frekar fátæku fólki. Ég mætti í gallabuxum, og var frekar fín miðað við flesta. Úti tjald, garðstólar, hljómsveit, risa kaka, fullt af vondum mat og nóg af bjór. Það er mjög fyndið að sjá hvað host foreldrar mínir eru mikils metnir í svona veislum. Þau eru “fína og ríka fólkið úr Quito”. Þau þurfa alltaf að berjast til þess að fá að fara heim og er þeim ávalt gefið fullt af mat til þess að taka með sér.
Einn sunnudaginn fórum við í bíltúr í Amazon með vinafólki fjölskyldunnar. Það var ótrúlega fallegt! Fyrst þegar við vorum komin inn á Amazon svæðið voru enn há fjöll, öll þakin trjám. Ég man fyrsta mánuðinn sem ég var hér, þá var strákur héðan að hlægja af fjöllum sem hann hafði séð í Evrópu þegar hann var að ferðast þar. Hann sagði að þessi fjöll væru nú bara hólar miðað við fjöllin í Ekvador. Ég, evrópubúin og Íslendingur í þokkabót tók þessu nú frekar illa, að vera að tala illa um fjöllin okkar. En vá! þetta eru sko fjöll hér! Ekki smá há fjöll og þakin trjám. Og glitti svo ekki í jökul fyrir aftan fjöllin. Mjög falleg! Við héldum áfram að keyra niður á við. Eftir rúmlega 2 tíma akstur steig ég út úr bílnum og loftslagið var allt annað. Steikjandi heiti og raki. Við fórum í ferð inn í helli með leiðsögumanni. Það var á inni í hellinum og þurftum við að synda/vaða yfir hana til þess að halda göngunni áfram. Það var einnig foss og við krakkarnir stukkum út í. Þegar á hinn endann á hellinumvar komið blasti á móti okkur frumskógur og sól. Sáum líka fullt af klikkuðum öpun og indjána!
Fjölskyldan í hellinum |
Allir saman |
Við fórum á bát yfir ánna... |
...þar bjuggu indjánar. (þið getið ýtt á myndirnar til þess að sjá þær stærri) Gleðilegt nýtt ár Jana |