Monday, November 28, 2011

4 mánuðurinn minn í Ekvador hafin...


...Og meira en mánuður síðan ég skrifaði blogg. Gaman að heyra að þið hafðir gaman af því að lesa og hvetjið mig til þess að skrifa. Ástæða þess að ég hef ekki skrifað að undanförnu er ekki neikvæð. Ég er einfaldlega að venjast lífinu hér, er hætt að finnast allt nýtt og skrýtið og ástæða til þess að skrifa í blogg. En úr því að ég er búin að vera löt að blogga hef ég mikið að segja frá. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá daglegu lífi og uppákomum í skólanum, því sem ég hef verið að bralla um helgar og frá ferð sem ég fór í að vinna sjálfboðavinnu í vetrafríinu. 

Síðasta helgi
Um helgina fór ég í heimsókn til fjölskyldunnar sem ég bjó hjá fyrstu vikuna mína hér í Ekvador. Ég átti mjög góðan tíma þar. Á laugardaginn fórum við í ísbíltúr og horfðum á mynd. Á sunnudaginn fórum við á markaðinn, fengum okkur að borða og þau keyptu fullt af fóðri,10 hænuunga og einn grís, öllu troðið í og upp á þakið á bílnum. Ilmurinn í bílnum á leiðinni heim var eftir því. Það var mjög gaman að hitta þau öll, þau eru frábær!

Un techo para mi país, Ecuador
Það var vetrafrí í skólanum í byrjun nóvember. Ég fór ásamt systur minni langt uppi í fjöllin Í nánd við Chimborazo að vinna sjálfboðaliðastarfi. “Un techo para mi país, Ecuador” (þak fyrir landið mitt Ekvador). Þetta voru 4 daga ferð. 500 sjálfboðaliðar að byggja hús fyrir fátækt fólk. Okkur var skipt í hópa og hver hópur byggðu 2 hús.

Það var ótrúlegt að sjá inn í líf og húsakynni fólksins, eins og að vera komin inn í fortíðina. Fyrsta fjölskyldan sem hópurinn minn byggði hús fyrir átti nákvæmlega ekki neitt. Þau átti kofa, í líkingu við torfkofa. Inni í honum var eldstaður og nokkrir pottar ásamt skálum og skeiðum, í einu horninu hey sem þau sváfu á og nokkrar flíkur hengu í loftinu. Hinn fjölskyldan átti aðeins meira, þau átti rúm, tannbursta og fleiri eldhúsáhöld.  Sumar konurnar og sum börnin kunnu ekki einu sinni spænsku einungis quichua, sem er mál innfæddra. 

Ég fékk athygli enda augljóslega útlendingur, var kölluð gringuita (litli Bandaríkjamaður) og allir krakkarnir spurði hvort ég kynni ensku og hvort ég ætti pening. Einn strákur spurði mig meira að segja hvort ég vildi gefa sér myndavélina mína.

Það sem við vissum ekki var að hluti að þessu var að sjálfboðaliðarnir áttu að lifa við svipaðar aðstæður og fólkið sem við vorum að byggja hús fyrir. Þannig að það þýddu 4 dagar af vondum svefn, litlum og fjölbreyttum mat, ekkert rafmagn, kulda, engar sturtur né vaskar og viðbjóðslegum klósettum. En þrátt fyrir það var þetta frábær upplifun og ekki síst mjög skemmtilegt og ég kynntist fullt af fólki! En held ég hafi aldrei verið eins þakklát fyrir að komast í sturtu og þegar ég kom heim!

Skítugar, sólbrenndar, krúttlegar stelpur.
Húsið sem þau átti
Inni í húsinu og sjálfboðaliði að elda fyrir okkur. 

Skólinn
Skólinn minn er alls ekki upp á marga fiska námslega séð en hann leggur meira upp úr hlutum eins nemendafélaginu og skemmtidögum.
Síðasti föstudagur hvers mánaðar er bailoterapia í skólanum. Allir nemendur skólans og kennarar safnast saman á skólarlóðinni og dansa. Mér finnst að það skemmtó, strákunum finnst það hins vegar ekki eins skemmtilegt. Auk þess að það hlægilegt að fylgjast með kennurunum í spandex íþróttagöllunum sínum að dansa. 

Um daginn var íþróttadagur. Hann var haldin á laugardegi. Það átti að bjóða foreldrum sínum með. Strákarnir og feður þeirra hlupu 5 km hring og stelpurnar og mæður þeirra fóru í danstíma. Ég gerði ekki neitt, af því að ég var “prinsessa bekkjarnis”. Hver bekkur var með eina stelpu sem átti að klæða sig upp og vera fín og sæt á íþróttadaginn og svo var prinsessu keppni, en allar prinsessurnar unnu til allra hamingju. Frekar fyndið.

Bekkurinn á íþróttadeginum
Ég “stunda nám” á félagsfræðibraut skólans. Einn aðal kennari félagfræðibrautarinnar sem á að kenna okkur á hverju degi, einn tíma eða fleiri, er ein sinnar tegundar. Hún er kona á miðjum aldri, 20 kílóum of feit en samt gengur hún um í magabol. Henni dettur ekki í hug að kenna meira en 1 til 2 tíma í viku. Hina tímanna, kemur hún inn í stofuna, hlammar töskunni sinni á gólfið og fer eða situr í tölvunni sinni, spjallar eða horfir á sjónvarpið. En alltaf skrifar hún á tímaplanið, þar sem kennarnir skrifa hvað var tekið fyrir í tímanum, eitthvað sem hljómar merkilegt, eins og “fyrirlestrar” eða “samræður um stjórnmál”. Það er mikil skemmtun í því að lesa hvað hún nær að finna upp á. Einnig ef hún sér skólastjórann í nánd við stofuna, ríkur hún upp og skipar okkur að láta eins og við séum að læra.

 Um helgina varð ég fyrir þeirri óheppni að misstíga mig og núna er fóturinn minn allur blár og bólgin og ég haldrandi um. Ég ákvað að fara til skóla læknisins og spurja hann hvort ég gæti nokkuð gert nema bara bíða og haltra. Læknirinn er maður um 60. Hann er í þó nokkri yfirþyngt, blindur, getur ekki lappað án stafs og aðstoðarkonu sem er ávalt með honum og  heyrir að auki voða illa. Ég efast um að hann séð að fóturinn minn var þakin margblettum. Tók bara eftir beini sem stendur út úr fætinum á mér, og hefur alltaf gert, og fór að nudda það. Þetta var svo vont, það var næstum því liðið yfir mig þarna! Hver ræður blindan lækni? 

Það er mjög ómyndarleg kona sem er agastjóri skólans. Um dagin ákvað hún að halda fund með nemendum skólans á skólalóðinni, upp úr þurru. Hún kallaði í kallkerfið að það væri fundur. Bekkurinn minn og einn annar bekkur heyrðum ekki í kallinu og komum þess vegna 4 mínútum of seint á fundinn. Hún var ekki sátt með okkur og við fengum refsingu. Refsingin var að kaupa málningu fyrir okkar eigin peninga og mála sætin við íþróttavöllinn! Algjörlega fáranlegt, við öll búin að borga skólagjöldin! En við höfum ekki enn málað... efast um að það verði gert.

Fjölskyldan


Fórum í sunnudagsbíltúr í Amazon. Allt svo fallegt! Hér er mynd af fjölskyldunni.

Ég, mamma ekvador og bræður mínir fórum í sunnudagsbíltúr. Keyrðum fram hjá miðju heimsins. Þar var allt mjög þurrt, en hinum megin við hæðina, var allt fullt af gróðri! Mjög fallegt. Fórum að synda í þessari á, skoðuðum fiðrildi og orkítekur og borðuðum ljúffengan fisk. Mamma mín hér hefur mikla áhggjur af því að ég fái ekki nóg fisk, íslendingurinn. Hún keypti einhvern helling af fisku og setti í frystin, ég á að elda mér hann þegar mér langar ekki í kjöt. Ég held ég sé búin að borða meira fisk hér en ég geri heima... en hann er mjög góður, svo ég er sátt.

Fórum til Riobamba sem er í 5 tíma fjarlægð og mjög hátt uppi. Foreldrar mínir voru að verða guðforeldrar. Það athöfn í sveita kirkju og veisla eftir á. Þetta er fátækt fólk sem var að halda þetta, húsið þeirra var varla fokhelt, en ekki vantaði matinn. Risa skammtur af naggrís...

...og þessi stóra kaka í eftirrétt.

Já þetta er hoppukastallinn sem fjölskyldan mín leigði fyrir afmælið hjá 6 ára bróðir mínum. Það var stór veisla, með trúð, mat, risa köku og fullt af fólki.

Hluti af jólaskreytinum húsins, vantar reyndar risa glitrandi hreyndýrið sem var sett upp eftir að ég tók myndina og serían er ekki kveikt (hún er í öllum regnbogans litum).


Verið velkomin að kommenta. Það er mjög gaman að lesa!

Jana Eir


6 comments:

  1. Sæl Jana mín. Mikið er gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með lífi þínu í Ekvador, allt virðist vera svo ólíkt okkar lífi og siðum á Íslandi. Tíminn er svo fljótur að líða,bara liðið á fjórða mánuð síðan þú komst út. Þetta er dýrmæt reynsla sem fer í reynslubankann. Hér er snjór yfir öllu og kalt, er aðeins byrjuð að setja upp jólaseríur og ætla að byrja að baka í dag. Hafðu það gott áfram og við heyrumst síðar.


    Kær kveðja Magga <:o)

    ReplyDelete
  2. alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt!
    agastjóri er fyndið starfsheiti.
    hvernig eru naggrísir samt á bragðið?

    saknaþín
    -Vigdís
    p.s. ég vil mynd af glimmer hreindýrinu.

    ReplyDelete
  3. ó en gaman að lesa. ég sé fyrir mér dansdag í mh, og íþróttadag. það yrði fyndið haha.

    geggjaðar myndir!

    ég sakna þííín
    júlía

    ReplyDelete
  4. hæhæ snilld að lesa blogið jana gamann að sjá að ég er með aðeins betri lækna hér í danmörku blindur læknir virkar vel.
    ég væri allveg til í að hjálpa fólki með að byggja nýt hús,þau eiga ekki alveg jafn góð rúm og veið eigum heima.
    hvernig er nagrís er það ekki skrítið ? en ertu búinn að kaupa bleika banana :D
    veið heyrumst fljótlega ég sakna þín
    kveðja Emil litli bróðir elska þig

    ReplyDelete
  5. Það er gaman að heyra hvernig lífið í Ekvador er. Maður fattar ekki hvað þetta er allt öðruvísi menningarheimur sem þú ert í þarna úti heldur en hér heima og ótrúlega gott fyrir þig að fá að upplifa þetta :)
    Haltu nú áfram að lifa lífinu!!
    Kær kveðja Krilla

    ReplyDelete
  6. Hæ duglega frænka og gleðilegt nýtt ár !!
    Gaman að fylgjast með þér ,ég veit þú saknar þess að sjá ekki snjó það er nóg af honum núna hér ,en þú ert að upplifa svo margt. hafðu það gott áfram .Kveðja ....Bogga

    ReplyDelete