Er alveg að meta það að hafa ekki skipulagða dagskrá alla daga eins og maður er svo oft með á íslandi. Þrátt fyrir það er allt er að falla í meiri rútínu. Ég er í skólanum alla virka daga. Dansi eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Sunnudagar eru fjölskyldudagar. Alla sunnudaga síðan ég kom hefur fjölskyldan gert eitthvað saman. Hina dagnna geri ég ýmist eitthvað með systur minni eða öðrum skiptinemum, ferðir í mollið, rækina, bíó eða chill hérna heima með systkinum mínum.
Fór í sund með mamí og Gusgus (yngsti stráknum) um daginn. Mjög flottur garður með tveim sundlaugum og íþróttavöllum. Vatnið er náttúruleg uppspretta af heitu vatni. |
Fór á markaðinn klukkan 8 á sunnudagsmorgun. Fékk gómsæta sjávarréttasúpu og þegar heim var komið borðuðum við jarðaberin sem við keyptum með rjóma namminamminamm... |
![]() | ||
La Ronda er gata í elsta hluta Quito. Ein fallegasta gata sem ég hef séð! |