Monday, October 17, 2011

Lífið er ljúft

Það er einungis góðir hlutir að frétta af mér! Spænskan alltaf að verða betri og betri, er farin að elska matinn hér, orðin nánari fjölskyldunni  með aukni kunnátu í spænsku og búin að kynnast fullt af frábæru fólki!

Er alveg að meta það að hafa ekki skipulagða dagskrá alla daga eins og maður er svo oft með á íslandi. Þrátt fyrir það er allt er að falla í meiri rútínu. Ég er í skólanum alla virka daga. Dansi eftir skóla á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Sunnudagar eru fjölskyldudagar. Alla sunnudaga síðan ég kom hefur fjölskyldan gert eitthvað saman. Hina dagnna geri ég ýmist eitthvað með systur minni eða öðrum skiptinemum, ferðir í mollið, rækina, bíó eða chill hérna heima með systkinum mínum.







Fór í sund með mamí og Gusgus (yngsti stráknum) um daginn. Mjög flottur garður með tveim sundlaugum og íþróttavöllum. Vatnið er náttúruleg uppspretta af heitu vatni.









Á laugardaginn fór ég á hestbekk með nokkrum krökkum úr bekknum. Tókum strætó í klukkutíma, en hærra upp í fjöllin, á kaldasta stað í Ekvador. Ég náði nú samt sem áður að brenna... en ég fann að loftið var kaldara. 


Ég og Gusgus í Ibarra. Fjölskyldan fór þanngað einn sunnudaginn. Röltum um þetta vatn, skoðuðum fallegan markað og fengum okkur að borða. Heilan fisk og 6 kartöflur og það á mann. Allir í fjölskyldunni kláruðu allan þennan mat á met tíma. Það var ekki möguleiki að ég gat borðað þetta allt... borðaði ég á mig gat til þess að vera ekki dónaleg! Samt fékk ég undrandi spurningu af hverju ég kláraði ekki matinn minn. Þetta var matur fyrir 3! En virkilega ljúffengt, fiskur hér er mjög góður.


Fór á markaðinn klukkan 8 á sunnudagsmorgun. Fékk gómsæta sjávarréttasúpu  og þegar heim var komið borðuðum við jarðaberin sem við keyptum með rjóma namminamminamm...

La Ronda er gata í elsta hluta Quito. Ein fallegasta gata sem ég hef séð!

Ég fór þanngað á laugardagskvöldi. Það var allt fullt af fólki og tónlistarmenn eða götulistamenn hvert sem litið var. Kaffihús eða lítil veitingarhús út um allt, á þeim öllum var annað hvort lifandi tónlist eða listasýning. 


Gusgus (yngsti bróðir minn) verður 6 ára í vikunni. Það verður haldin afmælisveisla fyrir hann á laugardaginn. S-amerikubúar kunna að halda veislur! Fórum í risa stóra partý búð, sem var stútt full af fólki, og keyptum fyrir 20.000 krónur, og það var bara eitthvað pappírsdót til þess að skreyta, diskar, grímur og blöðrur. Ég sá þessar rosa flottu Latibæjarbækur...