Ég er ekki búin að fá að vita hvar ég mun dvelja í Ekvador. Þrátt fyrir að Ekvador sé lítið land er það mjög fjölbreytt. Það má segja að það skiptist í þrennt. Fyrst er það strandlengja, þar er heitt og rakt og þar býr tæplega helmingur þjóðarinnar. Næst er regnskógur, þar búa mjög fáir. Þriðji hlutinn eru fjöllinn. Þar eru bæir í mikilli hæð og hitinn þess vegna búin að lækka mikið og loftið orðið þynnra. Þar býr einnig tæplega helmingur þjóðarinnar.
Þetta er mynd af Quito, höfuðborg Ekvador. Þar mun ég lenda og fara á undirbúningsnámskeið. Quito er staðsett í fjöllunum.
Ég ætla ekki að lofa neinum ritgerðum en ætla að hafa það að markmiði að setja nokkur orð hér inn af og til og vonandi líka myndir. Og svo að lokum afsaka ég stafsetningu, sem mun án efa ekkert skána við dvölina í spænskumælandi landi.
Ég ætla ekki að lofa neinum ritgerðum en ætla að hafa það að markmiði að setja nokkur orð hér inn af og til og vonandi líka myndir. Og svo að lokum afsaka ég stafsetningu, sem mun án efa ekkert skána við dvölina í spænskumælandi landi.